Vivos Lögmannsstofa

Vivos Lögmannsstofa

Vivos lögmannsstofa tryggir umbjóðendum sínum sérhæfða, vandaða og persónulega þjónustu á flestum sviðum lögfræðinnar en þó með sérstakri áherslu á löggjöf á sviði samninga, fyrirtækja og viðskipta almennt. 


Við sérhæfum okkur í því að mæta á fundi fyrir fyrirtæki og einstaklinga hérlendis og erlendis ásamt sérþjónustu við að undirbúa aðila fyrir fundi.


Kappkostað er að vinna hvert mál af fagmennsku og metnaði þar sem hagsmunir skjólstæðinga Vivos lögmanna eru í fyrirrúmi.


Hafðu samband og við aðstoðum þig með ánægju.

Með þína hagsmuni að leiðarljósi

Með þína hagsmuni að leiðarljósi

Magnús Jónsson
Lögmaður

Tölvupóstfang - mj@vivos.is

Jón Magnússon
Lögmaður

Tölvupóstfang - jm@vivos.is

Þórður Már Jónsson
Lögmaður

Tölvupóstfang - tmj@vivos.is

Víðtæk sérhæfing

Bankafjármögnun

Gjaldþrotaréttur

Sakamál

Fasteignaréttindi

Fyrirtækjaráðgjöf

Innheimta

Málflutningur

Verktakaréttur

Mæting á fundi

Samningagerð

Skaðabótaréttur

Skilnaðar og erfðamál

Bankafjármögnun

Gjaldþrotaréttur

Sakamál

Fasteignaréttindi

Fyrirtækjaráðgjöf

Innheimta

Málflutningur

Verktakaréttur

Mæting á fundi

Samningagerð

Skaðabótaréttur

Skilnaðar og erfðamál

Hafðu samband

Fylltu út formið hér að neðan

EnglishIceland

Bankafjármögnun

Ráðgjöf vegna fjármálaþjónustu á milli landa. Aðstoð við gerð fjármögnunarsamninga, lánasamninga og tryggingaskjala.

Gjaldþrotaréttur

Ráðgjöf og samningagerð, hvort sem um er að ræða greiðslustöðvun eða gjaldþrotaskipti, frjálsa eða þvingaða nauðasamninga, lausn deilumála, uppgjör viðskipta, fyrirtæki í greiðsluvanda eða hagsmunagæslu fyrir lánardrottna gjaldþrotabúa.

Sakamál

Hvers kyns verjendastörf við rannsókn  máls hjá lögreglu sem og við meðferð
sakamáls fyrir dómi.

Fasteignaréttindi

Samningsgerð er tengist kaupum eða sölu á fasteignum eða jörðum. Ráðgjöf um fjármögnun og leigusamninga.

Fyrirtækjaráðgjöf

Aðstoð við stofnun félaga, val á félagaformi ásamt allri skjala- og samningagerð.
Gerð áreiðanleikakönnunar. Kaup og sala fyrirtækja.  Aðstoð við fjárhagslega endurskipulagningu. Á þetta við um félög hérlendis sem og erlendis.

Innheimta

Önnumst innheimtu vanskilakrafna fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinberar stofnanir. Almenn löginnheimta, rekstur mála fyrir dómstólum, aðfarargerðir,
nauðungarsölur og aðrar fullnustugerðir.

Málflutningur

Tökum að okkur málflutning í einkamálum og sakamálum varðandi öll þau sérsvið sem stofan starfar á.

Verktakaréttur

Vivos Lögmenn sérhæfa sig í aðstoð varðandi allt er viðkemur verktakarétti. Hvort sem það viðkemur uppsetningu verksamninga, ráðgjöf til verkkaupa og verktaka, aðstoð við útboð, skipulags og byggingarmál, ráðleggingar varðandi hugsanlegar vanefndir, áhættuskipti, verktafir, galla ásamt því að veita aðstoð í ágreiningsmálum milli aðila (á fundum) eða fyrir dómi.

Mæting á fundi

Tökum að okkur að mæta á fundi fyrir fyrirtæki og einstaklinga hérlendis og erlendis.
Einnig sérþjónusta við að undirbúa fólk fyrir fundi.

Samningagerð

Hvers kyns samninga- og skjalagerð fyrir fyrirtæki og einstaklinga, hérlendis og erlendis.

Skaðabótaréttur

Ráðgjöf og hagsmunagæsla vegna skaðabótakrafna, aðstoð við gagnaöflun,
uppgjör skaðabóta og málflutningur fyrir dómstólum ef þess þarf.

Skilnaðar og erfðamál

Útbúa kaupmála og erfðaskrár, sjá um skilnaðarmál og dánarbú.

Þessi vefsíða notar vefkökur (e. cookies). Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um notkun á vefkökum.